2012

Dalir og hólar 2012 – Ferð 30. júní – 12. ágúst Myndlistasýning í Reykhólasveit og í Dalabyggð. Velkomin á sýningarstaði Dala og hóla við Breiðafjörð! Í Ólafsdal við Gilsfjörð, í Staðarhól Saurbæ, við Vogaland Króksfjarðarnesi og í Hlunnindasafninu á Reykhólum

Á sýningunni eru verk eftir myndlistamennina:

Cai Ulrich von Platen
Einar Garibalda Eiríksson
Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur
Ingu Þóreyju Jóhannsdóttur
Ólaf S. Gíslason

Sýningarstjórn: Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir

Sýningin kallast á við fyrri Dala og hóla-sýningar að því leyti að hún hefur að markmiði að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um þetta fjölbreytta og fallega svæði sem umlykur Breiðafjörðinn. Sýningin er á ýmsum stöðum á svæðinu og verkin geta verið staðsett t.d. á atvinnusvæði, í yfirgefnum húsum eða utandyra. Þema sýningarinnar að þessu sinni er FERÐ – verkin fjalla um ferð af einhverju tagi, raunverulega eða huglæga.

Ferðin getur haft yfirfærða merkingu og vísað í ýmsar áttir, ferðin er ekki endilega áþreyfanleg, en getur haft vísun í huglægt ástand eða tilfærslu. Sýningarskráin er kort af sýningarsvæðinu og veitir jafnframt leiðsögn um það. Við Breiðafjörð og í Dölum hafa margir listamenn slitið barnsskónum eða unnið lífsverk sitt. Svæðið býr enda yfir fjölskrúðugri náttúru, fjölbreyttu fugla- og dýralífi, menningu og sögu. Þar má finna ótæmandi uppsprettu nýrra verka og nýsköpunar.

Framlag listamannanna, örlæti staðareigenda á svæðinu og stuðningur Menningarráðs Vesturlands, Ólafsdalsfélagsins, Nýpurhyrnu, Dalabyggðar/Byggðasafns Dalamanna, Reykhólasveitar, Eyjasiglingar og Statens Kunstfond  í Danmörku hafa gert þessa sýningu mögulega.

STAÐSETNINGAR VERKA (sjá kort) :
Cai Ulrich von Platen:  í Staðarhóli, Saurbæ og í Ólafsdal
Einar Garibaldi Eiríksson: Í  túninu Ólafsdal
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir :  Í gamla landbúnaðarskólanum Ólafsdal
Inga Þórey Jóhannsdóttir: Við Vogaland, Króksfjarðarnesi og um borð í bátnum Súlunni  s.8496748/8541922 og í Ólafsdal
Ólafur S. Gíslason: Á Hlunnindasýningunni Reykhólum og í gamla landbúnaðarskólanum  Ólafsdal