2008

4. – 12. ágúst 2008

Dalir & hólar

Á sýningunni voru verk eftir:
Eric Hattan,
Hildigunni Birgisdóttur,
Hrein Friðfinnson,
Magnús Pálsson,
Kristinn G. Harðarson,
Sigurð Guðjónsson,
Sólveigu Aðalsteinsdóttur,
Þóru Sigurðardóttur.

Fyrstu tvær helgar í ágúst 2008 settu átta myndlistarmenn upp jafnmargar sýningar í Dölum og í Reykhólasveit. Verkefnið var hugsað sem safn átta sýninga sem allar áttu sér stað á sama tíma, og þar sem unnið var út frá staðháttum og sögu svæðisins. Hver þátttakandi valdi sér sýningarstað/svæði til að vinna með og voru sýningarstaðirnir af ýmsum toga; hús, húsarústir, hús í byggð, eyðibýli eða tiltekin svæði í sveitinni. Það landssvæði sem sýningarnar virkjuðu miðuðust við að hægt væri að fara á milli allra sýninganna á einum degi. Kveikjan að hugmyndinni var löngun til þess að dveljast og vinna að myndlist utan borgarinnar, skapa vettvang fyrir samtíma myndlist, sækja út fyrir hefðbundna sýningarsali, kynnast þessu landssvæði, sækja hugmyndir og vinna út frá náttúru og menningu svæðisins. En ekki síst að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs og samtals við heimamenn og að bjóða sýningargestum upp á ferðalag um þetta merka svæði.

Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða styrktu verkefnið:   menningarviti.is.

http://olafsdalur.is
www.nyp.is
http://www.kgh.is/dalirogholar/